
Forvitni mín á uppruna sinn að rekja til bernsku. þegar ég var lítil og sæt sex ára stelpa þá þráði ég ekkert heitar en að fara til Kína, nánar tiltekið Toykio (geri mér grein fyrir misskilingi mínum en ég var ung og ekki með mikla landafræðiþekkingu)....þar sem allt dótið í heiminum er framleitt. Ég sá fyrir mér að þetta væri land sem væri bara eins og ein stór leikfangaverslun.... Þegar ég fór til Flórída og Toys R Us þá hélt ég reyndar að ég væri komin til Kína en það er önnur saga....
Ég stefndi eitt sinn á ferðlag til Kína en allt kom fyrir ekki og eftir mörg vandamál og kröfu afa míns að ég skildi nú ekki fara og næla mér í flensu fuglanna þá var ferðin blásin af... en hún hefur alltaf blundið rétt undir yfirborðinu..aldrei komist í undirmeðvitundina...þráin og forvitnin er enn til staðar.
Þegar ég horfði á hann Murray minn þegar hann og Johansen voru týnd í þýðingu þá kviknaði áhuginn fyrir japan..... Japan virðist einhvern vegin heilla mig meira heldur en Kína, hvernig sem svo a því stendur...Maru og sushi lagðist ofan á þetta allt saman sem og japönsk skáldsaga frá elsunni minni...
í gær fór ég á Memiors of a Geisha..klapp klapp..ótrúlega vel gerð og falleg mynd þar á ferð. Myndin hér að ofan er reyndar af -maiko- sem er geisha in training eða áður en hún "missir" (selur hæstbjóðandi) meydóminn.
Það er ekki svo slæm pæling að bjóða meydómin upp og reyna græða eitthvað á honum...
Þessir Japanar vita meira en bara bíla og tækni skal ég segja ykkur...
Allavega...ég finn austurlönd toga mig til sín...
hvar ætli maður endi að ári?
Yfir í allt annað....

Tannburstar eru skemmtileg og umdeild fyrirbæri...sérstaklega þegar kemur að dating og strákum...
tannburstar eru merkilegir...til að útksýra skal ég taka 3 mismunandi dæmisögur.
1. Einu sinni var ég að deita strák. Hann hafði mikið fyrir því að gera mér grein fyrir því að við værum sko EKKI kærustupar og værum EKKI á leiðinni þangað. Allt í lagi með það. Einn morguninin eftir "non-deiting" í 2 vikur spyr vinurinn ekki hvort hann megi eiga tannbursta heima hjá mér...hann hvort sem er er ALLTAF þar.....
Ég fríkaði út og tók fund með stelpunum....
Hann vildi geyma tannburstann sinn hjá mér...hann vildi EIGA tannbursta hjá mér... hann klárlega ætlaði sér að halda áfram að hitta mig...
Hann sagði: Má ég koma með tannbursta?
Ég heyrði: Ég leynilega er svoooo skotinn í þér, má ég skilja eitthvað eftir svo að það tryggi endurkomu mína um ókomin ár...æ lovvvssss júuuuu....
Var þetta málið?
Var hann rosa skotinn í mér og vildi tryggja endurkomu?
NEI ÞAÐ VAR EKKI ÞANNIG....honum var bara virkilega annt um tannhirðu og hreinlæti..
gaman að því.
Ég tók tannbursta sem ástarjátningu þegar það var bara liður í eðlilegri umhirðu hvers manns.
Needless to say þá var endaði tannburstinn í klósstinu eftir að við hættum að hittast.... (og ef hann skildi einhvertíma koma aftur mætti hann nota þann hinn sama múahahah)
2. Ég var búin að vera deita strák í nokkra mánuði sem gisti mjög reglulega hjá mér.... á hverju kvöldi fór hann og át tannkrem. Eitt kvöldið (eftir reynsluna af dæmisögu 1) þá spurði ég hann hvort ég mætti ekki bara gefa honum tannbursta til að hafa hjá mér.....
Hann horfði á mig líkt og ég hefði farið niður á skeljarnar og sagt honum að ég væri ólétt á meðan ég héldi á hring í annarri...
Minn maður hélt nú aldeilis ekki!
hann sagði: Við erum ekki komin á þann stað....
ERTU AÐ GRÍNAST? maðurinn gistir hjá mér, kyssir mig morgni sem kvölds, ótannburstaður en saddur af tannkremi......
af öllu sem hann var tilbúinn að gera með munninum og mér var hann ekki tilbúinn í eins litla eign og tannburstann...klárlega the old ball and chain.....
3. Vinkona mín spurði 6 vikna gamla kærastann sinn hvort hann vildi ekki bara taka einn af tannburstunum sem hún hafði verði að kaupa og hafa hjá sér á meðan þau gengu inn á baðherbergi hjá henni (NB. það voru 7 tannburstar í boði). Hann hélt nú ekki! Hann dró upp þessa líka fínu -mansbag- og hóf burstun...." Þetta er fínt, ég kann svo vel við minn".
Hvað er að ykkur strákar?
Stundum er tannbursti bara tannbursti en ekki skuldbinding....
Strákar og túlkunarfræðin....
btw.....að skilja eftir tannbursta er að "tryggja" endurkomu, ef þú vilt EKKI skilja hann eftir þá viltu EKKI hitta okkur aftur en ef þú vilt eiga hann hjá okkur þá ertu skotinn...
simpelt ekki satt?
Nú hygg ég á köben ferð og passa mig að hafa minn eigin tannbursta og taka hann með þegar ég fer.. eins gott að hræða engan eða gefa falskar vonir...
bara svona svo að enginn verði særður ;)
ég ætla að henda mér heim í Fargo og tómatsúpu og sykurpopp...
æ lovs ú...
æ really dú...
sjúbídí...
arrigato
sigga-san
-sem fékk rosaleg mígreni í gær og heldur að hún hafi OD á gamla ísnum og súkkulaði í vesturbænum-
1 ummæli:
hæ englabossi
jesús mMaría og Jósef helvíts tannburstaveseni heehhe var eimmitt að skrifa um það sama í gær Great minds that think alike eheheh ..... en já strákar og stelpur eru ólíkar verur og oft á tíðum eru þeir nú bara mikið flóknari en við heheh þó við séum alveg Kex í hausnum
en allavega love jú
þín djónes
Skrifa ummæli